Nú er hálfleikur í leik Genoa og Cosenza í ítölsku B-deildinni.
Albert Guðmundsson er á sínum stað í byrjunarliði Genoa og er búinn að láta til sín taka.
Frábær aukaspyrna hans á 33. mínútu rataði á kollinn á Radu Dragusin sem stangaði boltann glæsilega í netið.
Genoa er í hörkubaráttu um að komast aftur upp í Serie A og með sigri í kvöld fer liðið upp í annað sætið.
Stoðsendingu Alberts má sjá hér að neðan.
RADU DRAGUSIN 🇷🇴 (2002) – 𝘼𝙉𝙊𝙏𝙃𝙀𝙍 𝙊𝙉𝙀 💥
Our young CB is in the form of his life both offensively and defensively! 3rd goal in the last 4 games for Genoa! Fantastic.#Genoa #SerieBpic.twitter.com/M3kbzpDEKx
— Alex Scout (@AlexScoutRo) March 6, 2023