Newcastle United hefur áhuga á Kieran Tierney, bakverði Arsenal. Þetta kemur fram í The Telegraph.
Tierney hefur verið á mála hjá Arsenal síðan 2019. Hann var keyptur frá Celtic á um 25 milljónir punda.
Skotinn var algjör lykilmaður framan af en hefur nú fallið aftar í goggunarröðina.
Oleksandr Zinchenko gekk í raðir Arsenal í sumar frá Manchester City og hefur eignað sér stöðu vinstri bakvarðar hjá toppliðinu.
Talið er að Arsenal vilji um 30 milljónir punda fyrir Tierney. Newcastle þarf því að rífa upp veskið.