fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
433Sport

Mætti til starfa á táknrænum tíma í morgun eftir afhroð gærdagsins – Langt á undan leikmönnum Manchester United

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 6. mars 2023 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag, knatt­spyrnu­stjóri Manchester United var mættur snemma til vinnu á æfinga­svæði fé­lagsins í morgun, degi eftir að lið hans beið af­hroð gegn erki­fjendunum í Liver­pool í ensku úr­vals­deildinni í gær.

Liver­pool niður­lægði Manchester United í gær með sjö mörkum gegn engu og það virtist því ansi tákn­rænt að klukkan sjö í morgun var Ten Hag mættur til starfa á æfinga­svæði Manchester United, Carrington.

Tveimur tímum síðar, klukkan níu, mátti sjá leik­menn mæta á svæðið en það er Manchester E­vening News sem greinir frá.

Heimildar­menn blaðsins tengdir Manchester United segja að fyrir leikinn gegn Liver­pool hafi það verið á­kveðið að leik­menn myndu mæta til léttra æfinga á æfinga­svæðinu á þessum tíma.

Í við­tali eftir leik gær­dagsins lét Ten Hag hafa það eftir sér að liðið megi ekki tapa leikjum á þennan hátt, hann sá ellefu ein­stak­linga inn á vellinum, ekki eitt lið.

„Það getur komið fyrir að leikir tapast en það má ekki gerast á þennan hátt. Þá er seinni hálf­leikurinn hjá okkur ó­á­sættan­legur, þetta er ekki Manchester United.

Þetta má ekki gerast og við þurfum að eiga sam­tal um þetta. Ég sá ellefu ein­stak­linga inn á vellinum missa hausinn. Þetta var ekki Manchester United.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Piers Morgan öskuillur – „Þarf að hætta að koma með afsakanir og taka ábyrgð“

Piers Morgan öskuillur – „Þarf að hætta að koma með afsakanir og taka ábyrgð“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Danski markvörðurinn skrifar undir í Hafnarfirði

Danski markvörðurinn skrifar undir í Hafnarfirði
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Manchester United gefur út yfirlýsingu

Manchester United gefur út yfirlýsingu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Æskudraumur rættist hjá Víkingi Heiðari í gær – „Þetta var yndislegt kvöld“

Æskudraumur rættist hjá Víkingi Heiðari í gær – „Þetta var yndislegt kvöld“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Höskuldur og Björgvin Páll blanda sér í umræðuna um Brynjar Karl: „Ráðlegg fólki að minnka hlutdeild tímaveru sinnar í lágkúrulegri samfélagsumræðu fésbókarinnar“

Höskuldur og Björgvin Páll blanda sér í umræðuna um Brynjar Karl: „Ráðlegg fólki að minnka hlutdeild tímaveru sinnar í lágkúrulegri samfélagsumræðu fésbókarinnar“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þetta er sagður draumur Amorim fyrir næstu leiktíð – Fjórir leikmenn yrðu þá keyptir í byrjunarliðið

Þetta er sagður draumur Amorim fyrir næstu leiktíð – Fjórir leikmenn yrðu þá keyptir í byrjunarliðið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Newcastle bókaði farmiðann á Wembley með því að ganga frá Arsenal

Newcastle bókaði farmiðann á Wembley með því að ganga frá Arsenal