Antonio Conte stjóri Tottenham er mættur aftur til London eftir að hafa verið að jafna sig heima á Ítalíu.
Conte fór í aðgerð á dögunum og hefur verið í bataferli í heimalandinu. Tottenham hefur tapað tveimur leikjum í röð og er Conte mættur aftur til að reyna að rétta skútuna við.
Tottenham mætir AC Milan í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudag, Spurs tapaði fyrri leiknum 1-0.
Búist er við að Conte sé á leið inn í sína síðustu leiki sem stjóri Tottenham en samningur hans er á enda í sumar.
Conte byrjaði af krafti með Tottenham en spilamennska liðsins á þessu tímabili hafa verið mörgum vonbrigði.