Mikil eftirvænting ríkir fyrir leiknum en Manchester United kemur inn í leikinn sem liðið í betri stöðu, liðið situr í 3. sæti á meðan að Liverpool situr í því sjötta.
Bæði lið hafa verið á fínni siglingu í ensku úrvalsdeildinni undanfarið og ljóst að ekki verður tomma gefin eftir þegar flautað verður til leiks kl 16:30.
Að mati Neville er enn sú ára hangandi yfir Anfield, heimavelli Liverpool að þangað sé erfitt að koma, erfitt að sækja stigin þrjú sem í boði eru þrátt fyrir að gengi liðsins hafi ekki staðist væntingar á yfirstandandi tímabili.
,,Ég er ekki að segja að leikmenn Manchester United muni hafa miklar áhyggjur af því að þurfa mæta til leiks á Anfield en allir þeir sem hafa komið á Anfield áður vita hversu erfitt það er að ná einhverju þaðan.“
Leikmenn Manchester United þurfi að ná fram sínu allra besta í leik dagsins til þess að bera sigur úr býtum.
,,Tilfinning mín er samt sem áður sú að þetta Liverpool lið sé lið sem Manchester United getur skaðað. Ef leikmenn Manchester United sýna þrautseigju, kraft og gæði líkt og hefur verið raunin undanfarna mánuði, þá á Liverpool von á erfiðum leik.“
Greiningu Gary Neville á stórleik dagsins má lesa í heild sinni hér á vef Sky Sports.