Samfélagsmiðlastjarnan Ivana Knoll, sem var af ensku götublöðunum valin fallegasta stuðningskona HM í Katar, lenti í hremmingum við komuna til Parísar um helgina.
Í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram segir hún farir sínar ekki sléttar við komunar til höfuðborgar Frakklands, þar sem hún meðal annars horfði á Paris Saint-Germain leika á alls oddi og sá Kylian Mbappé slá markamet félagsins.
Þannig er mál með vexti að einni af ferðatöskum Knoll var stolið af þjófum í París.
,,Rétt komin og þeir eru um leið búnir að stela minni ferðastökunni. Alltaf boðin velkomin af þjófum í París,“ skrifaði Ivana í sögu sinni á Instagram og bætti svo seinna við að líðan hennar væri góð miðað við allt.
Knoll vakti mikla athygli í stúkunni í Katar en Króatía tapaði í undanúrslitum HM fyrir Argentínu en vann leikinn um bronsið gegn Króatíu.