Portúgalska knattspyrnugoðsögnin Cristiano Ronaldo lenti í skondnu atviki eftir leik Al-Nassr gegn Al-Batin á dögunum. Myndband af atvikinu hefur farið í dreifingu á samfélagsmiðlum.
Leiknum lauk með 3-1 sigri Al-Nassr og í þann mund sem Ronaldo var að labba inn til búningsherbergja ákvað ungur strákur sem stóð þar hjá að hrópa í áttina að leikmanninum.
,,Messi er Geitin,“ mátti heyra strákinn hrópa á ensku en orðið geitin í þessu samhengi er skammstöfunin GOAT (Greatest of all time), sá besti allra tíma.
Knattspyrnuferlar Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa verið samofnir til lengri tíma og hefur umræðan oft á tíðum oft snúist um það hvor sé í raun og veru betri knattspyrnumaðurinn.
Ronaldo sýndi þessum hrópum stráksins litla athygli er hann strunsaði inn til búningsherberja.
Upptöku af atvikinu má sjá hér fyrir neðan:
A kid told Ronaldo that Messi was the GOAT. Ronaldo wasn’t impressed 😭 pic.twitter.com/SZ1K609mnp
— Football Transfers (@Transfersdotcom) March 5, 2023