Íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason reyndist hetja danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby í dag er liðið vann sinn fyrsta heimasigur þegar Bröndby kíkti í heimsókn.
Það var á 63. mínútu leiksins sem Alfreð Finnbogason kom boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Kolbeini Finnssyni.
Það ætlaði allt um koll að keyra á heimavelli Lyngby er boltinn endaði í netinu og þrátt fyrir dapurt gengi á tímabilinu var uppselt á leikinn.
Fleiri mörk voru ekki í skoruð í leiknum og því virkilega mikilvæg þrjú stig í höfn fyrir Lyngby og fyrsti heimasigur liðsins á tímabilinu.
Lyngby er sem fyrr í neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 12 stig, tveimur stigum á eftir Álaborg.
👤 Alfreð Finnbogason (f.1989) ⚽️
👤 Kolbeinn Finnsson (f.1999) 🅰️
🇩🇰 Lyngby
🆚 Brøndby📽️ #Íslendingavaktin pic.twitter.com/DjqbHju4o2
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) March 5, 2023