Það verður mikið um dýrðir á Anfield í Liverpool í dag þegar að sögufrægasti slagur ensku úrvalsdeildarinnar, á milli erkifjendanna í Liverpool og Manchester United, fer fram.
Bæði lið munu eftir fremsta megni vilja ná að tryggja sér stigin þrjú og um leið montréttinn milli stuðningsmanna liðanna.
Í aðraganda leiksins bað íþróttadeild BBC, lesendur sína um að velja besta sameiginlega lið Liverpool og Manchester United þessa stundina og viðbrögðin létu ekki á sér standa.
Útkomuna má sjá hér fyrir neðan en Manchester United á sex leikmenn í umræddu liði á meðan að leikmenn Liverpool eru fimm talsins.
Leikur Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni hefst klukkan 16:30 í dag