Liverpool valtaði yfir erkifjendur sína í Manchester United í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur á Anfield í Liverpool, 7-0.
Roberto Firmino skoraði sjöunda og jafnframt lokamark leiksins og út brutust mikil fagnaðarlæti.
Einn stuðningsmaður Liverpool hugsaði sér gott til glóðarinnar og tók á rás inn á völlinn þegar að Firmino kom boltanum í netið en þegar að hann nálgaðist hóp leikmanna Liverpool sem var að fagna, féll hann við.
Enn fremur lenti hann harkalega á Andy Robertson, bakverði Liverpool, sem fékk högg á ökklann og lá óvígur eftir.
Öryggisverðir á Anfield og fjarlægðu umræddan stuðningsmann af svæðinu og fram hjá Jurgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, sem var allt annað en sáttur með athæfi stuðningsmannsins og lék nokkur vel valin orð falla í áttina að honum.