Mohamed Salah er orðinn markahæsti leikmaður Liverpool í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Þennan titil hreppti hann með því að skora tvö af sjö mörkum Liverpool gegn erkifjendunum í Manchester United í dag.
Allt í allt hefur Mohamed Salah nú skorað 129 mörk fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og það í 205 leikjum fyrir félagið í deildinni.
Áður en Salah hrifsaði tl sín metið, var það í eign Robbie Fowler sem skoraði á sínum tíma 128 mörk í leikjum með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.
129 – Mohamed Salah is now Liverpool’s all-time leading scorer in the Premier League, netting 129 times in 205 appearances in the competition. King. pic.twitter.com/bMd7RIm2wb
— OptaJoe (@OptaJoe) March 5, 2023