Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United var harðorður í garð frammistöðu sinna manna eftir 7-0 tap liðsins gegn erkifjendunum í Liverpool í ensku úrvalseildinni í dag.
Eftir að hafa farið 1-0 undir til búningsherbergja í hálfleik, misstu leikmenn Manchester United algjörlega tökin á leiknum í seinni hálfleik.
,,Það getur komið fyrir að leikir tapast en það má ekki gerast á þennan hátt. Þá er seinni hálfleikurinn hjá okkur óásættanlegur, þetta er ekki Manchester United.
Þetta má ekki gerast og við þurfum að eiga samtal um þetta. Ég sá ellefu einstaklinga inn á vellinum missa hausinn. Þetta var ekki Manchester United.“