Það styttist og styttist í endurkomu brasilíska sóknarmannsins Gabriel Jesus, leikmanns Arsenal sem hefur verið frá undanfarna mánuði vegna meiðsla. Nýjustu vendingar, sem fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum, fara vel í stuðningsmenn Arsenal.
Arsenal hefur tekist vel að fóta sig í fjarveru Jesus sem hafði byrjað sitt fyrsta tímabil hjá félaginu afar vel. Arsenal er sem stendur í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fimm stiga forskot.
Það styttist óðum í endurkomu Jesus, Arsenal vann í gær afar sætan endurkomusigur á Bournemouth á Twitter í gærkvöldi birtust athyglisverðar myndir frá Emirates leikvanginum, heimavelli Arsenal eftir leik.
Þar mátti sjá Jesus taka þátt á æfingu með þeim leikmönnum sem komu ekkert við sögu í leiknum og kætir það stuðningsmenn Arsenal sem vonast til þess að leikmaðurinn komist á fullt með liðinu á þessum loka vikum tímabilsins sem eru fram undan.
Gabriel Jesus took part in the warm-down with the other Arsenal substitutes at the Emirates Stadium after the match this evening. [@karthikadhaigal via Reddit] #afc pic.twitter.com/uClxsZFDgD
— afcstuff (@afcstuff) March 4, 2023