Íslenski liðsfélagarnir hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Norrköping, nafnarnir Arnór Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason léku stórt hlutverk í 4-0 sigri liðsins á IFK Gautaborg í dag.
Leikur liðanna var hluti af sænsku bikarkeppninni og það var Arnór Sigurðsson sem skoraði fyrsta mark leiksins á 37. mínútu.
Nokkrum mínútum síðar, nánar tiltekið í uppbótartíma venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik, tvöfaldaði Arnór Ingvi forystu Norrköping og þar við sat þegar liðin héldu inn til búningsherbergja í hálfleik.
Arnór Sigurðsson bætti síðan við öðru marki sínu og þriðja marki Norrköping með marki úr vítaspyrnu þegar vel var liðið á seinni hálfleik og Laorent Shabani rak síðan smiðshöggið á 4-0 sigur Norrköping.
Adam Ingi Benediktsson stóð vaktina í marki Gautaborgar í leiknum, þá kom Andri Lucas Guðjohnsen inn sem varamaður í liði Norrköping í síðari hálfleik.