Eyjólfur Kristjánsson kom í Íþróttavikuna með Benna Bó sem sýnd er á Hringbraut á föstudagskvöldum. Eyfi átti merkilegan íþróttaferil og hefði að eigin sögn geta endað í markinu í handboltalandsliðinu. Eyfi kenndi skíði í Kerlingafjöllum, varð íslandsmeistari í amerísku útgáfunni af skvassi sem kallast Racquetball og var vinsælt hér á árum áður og spilaði með Þrótti í fótbolta og handbolta.
„Ég var ansi efnilegur, sérstaklega í handboltanum. Ég var markmaður og var hávaxinn og ég var svo óhræddur. Ég var nefnilega að æfa með Sigga Sveins.“
Sigurður Sveinsson spilaði með landsliðinu í fjölda ára, alls 242 landsleiki. Hann er einn skotfastasti leikmaður sem hefur spilað handbolta og var þekktur fyrir sín þrumuskot.
„Þegar Siggi kemur upp völlinn í hraðaupphlaupi þá . Þetta var mjög góður skóli og ég er sannfærður um að hafa endað í landsliðinu hefði ég haldið áfram – ekki spurning. Ég var alveg drullugóður í markinu.“