Spennan er farin að vera áþreifanleg fyrir stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni sem hefst klukkan 16:30 þegar að erkifjendurnir í Liverpool og Manchester United mætast á Anfield og nú eru byrjunarliðin klár.
Byrjunarlið Liverpool:
Alisson, Alexander-Arnold, Konate, Van Dijk, Robertson, Elliott, Fabinho, Henderson, Salah, Nunez, Gakpo
Byrjunarlið Manchester United:
Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United gerir engar breytingar á byrjunarliði sínu frá því í úrslitaleik enska deildarbikarsins á dögunum.
De Gea, Dalot, Varane, Martinez, Shaw, Casemiro, Fred, Fernandes, Weghorst, Rashford, Antony
Bæði lið koma inn í leikinn á nokkuð góðu skriði í deildinni þó svo ekki dyljist neinum að staða Manchester United sé betri. Rauðu djöflarnir sitja í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 49 stig.
Tíu stigum á eftir þeim má finna Liverpool í 6. sæti deildarinnar. Sigur í dag þýðir að Liverpool getur lyft sér upp í 4. sæti og blandað sér af miklum krafti í baráttuna um Meistaradeildarsæti.