Breiðablik vann í gær 2-0 sigur á B-liði enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford í æfingaleik liðanna á Algarve í Portúgal. Romeo Beckham, sonur ensku knattspyrnugoðsagnarinnar David Beckham kom við sögu í leiknum hjá Brentford.
Það var Viktor Karl Einarsson sem kom Blikum yfir í leiknum áður en að Eyþór Aron Wöhler tvöfaldaði forystu liðsins og innsiglaði sigur þess.
Romeo Beckham kom inn á sem varamaður í liði Brentford þegar rétt rúmur stundarfjórðungur eftir lifði leiks en hann er á láni hjá félaginu frá Inter Miami í Bandaríkjunum.
Hér fyrir neðan má sjá helstu atriði leiksins:
Það voru þeir Viktor Karl Einarsson og Eyþór Aron Wöhler sáum um að skora mörkin í 2:0 sigri Blikamanna á Brentford B í Portúgal í gær. pic.twitter.com/yNBP6vK9nu
— Blikar.is / Íslandsmeistarar 2022 (@blikar_is) March 5, 2023