Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal og núverandi sérfræðingur hjá Sky Sports telur næsta víst að Arsenal verði Englandsmeistari. Arsenal vann endurkomusigur á Bournemouth í gær þar sem sigurmarkið kom á lokasekúndum leiksins.
Arsenal lenti 2-0 undir í leiknum en náði að snúa honum við með þremur mörkum í röð, sigurmarkið kom í síðustu sókn uppbótartímans og var það Reiss Nelson sem skoraði það mark.
Skytturnar hans Mikel Arteta eru nú með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar enn á ný.
,,Ég held að þeir muni vinna deildina,“ sagði Merson í þættinum Soccer Saturday á Sky Sports. ,,Þeir halda bara áfram á sama skriði og upplifa sig aldrei sigraða. Fjórir sigurleikir í röð núna.“
Næstu þrír leikir hjá Arsenal eru gegn Fulham, Crystal Palace og Leeds United.
,,Þeir hafa verið frábærir og næstu þrír leikir munu skera úr um þetta að minu leiti. Ef þeir vinna næstu þrjá leiki sína, þá get ég ekki séð hvernig þeir verða ekki Englandsmeistarar.“