Lyngby, sem spilar undir stjórn íslenska þjálfarans Freys Alexanderssonar, vann í dag mikilvægan sigur á Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni. Það var Alfreð Finnbogason sem skoraði sigurmark leiksins fyrir Lyngby.
Það var hreinræktað íslenskt mark sem kom Lyngby á bragðið því að á 63. mínútu leiksins kom Alfreð Finnbogason boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Kolbeini Finnssyni.
Fleiri mörk voru ekki í skoruð í leiknum og því virkilega mikilvæg þrjú stig í höfn fyrir Lyngby og fyrsti heimasigur liðsins á tímabilinu.
Lyngby er sem fyrr í neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 12 stig, tveimur stigum á eftir Álaborg.
Brátt líður að því að deildinni verði skipt í tvennt þar sem að keppt er með sama fyrirkomulagi í dönsku úrvalsdeildinni og hér heima á Íslandi.
Ja tak @LyngbyBoldklub #lbkbif #sldk pic.twitter.com/xv6isRvVIB
— Barbara Borre Lange 💕⚽️ (@babeborre) March 5, 2023