Southampton vann í kvöld góðan 1-0 sigur á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni. Þar með sló liðið, sem var í neðsta sæti deildarinnar fyrir leik kvöldsins, frá sér.
Það var Carlos Alcaraz sem skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik eftir stoðsendingu frá Che Adams, aðeins nokkrum mínútum áður hafði James Ward-Prowse brennt af vítaspyrnu fyrir heimamenn.
Leikmenn Leicester City fengu þó nokkur kjörin tækifæri til þess að skora mark í leiknum en allt kom fyrir ekki.
Svo fór að Southampton fór með 1-0 sigur af hólmi og lyftu sér þar með af botni deildarinnar en eru þó með sama stigafjölda og hin liðin í fallsætunum, Everton og Bournemouth.