fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
433Sport

Söngvakeppnisstjarnan Bragi varpar bombu – ,,Það er aldrei að vita hvað gerist“

433
Laugardaginn 4. mars 2023 13:30

Appelsínuguli Fylkis liturinn virðist allavegana fara Braga vel / Mynd: Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenski söngvarinn Bragi Bergsson er einn þeirra sem tekur þátt á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í kvöld með laginu Sometimes the World’s Against You. Bragi, sem hafði áður gert góða hluti á sviði knattspyrnunnar, er í ítarlegu viðtali við Vísi þar sem hann segist ekki útiloka endurkomu á knattspyrnuvöllinn í sumar.

Bragi hefur í gegnum tíðina haldið mikið til í Svíþjóð, þar sem hann gerði flotta hluti með sænskum félagsliðum en segja má að hann hafi vakið mesta athygli með þátttöku sinni í sænska Idolinu þar sem hann endaði í fjórða sæti.

Á meðan á Söngvakeppni Sjónvarpsins hefur staðið hefur Bragi verið að æfa með Bestu deildar liði Fylkis sem leikur undir stjórn Rúnars Páls Sigmundssonar.

Í samtali við Vísi segist Bragi ekki útiloka að spila með liðinu í sumar.

„Það er aldrei að vita hvað gerist. Ég ætla aldrei að segja aldrei. Það gæti gerst. Ég veit það ekki. Núna er einbeitingin á Söngvakeppnina og svo sjáum við hvað gerist.“

Bragi er miðjumaður að upplagi, Hann gekk til liðs við ÍBV árið 2015 og var á mála hjá félaginu allt þar til árið 2015 þegar að hann gekk til liðs við sænska félagið GAIS.

Rúmu ári seinna sneri hann síðan aftur heim til Íslands og gekk í raðir Fylkis.

Árið 2017 sneri hann síðan aftur til Svíþjóðar og reyndi fyrir sér hjá liðum á borð við IK Oddevold, Utsiktens BK og Vastra Frolunda.

Bragi á að baki 36 leiki í efstu deild hér á Íslandi og í þeim leikjum hefur hann skorað þrjú mörk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

UEFA íhugar að gera aðra risastóra breytingu á Meistaradeildinni

UEFA íhugar að gera aðra risastóra breytingu á Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Skrifar aftur undir í London

Skrifar aftur undir í London
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Piers Morgan öskuillur – „Þarf að hætta að koma með afsakanir og taka ábyrgð“

Piers Morgan öskuillur – „Þarf að hætta að koma með afsakanir og taka ábyrgð“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Birgir lenti í ótrúlegri uppákomu í heimsókn sinni til Argentínu – „Mér fannst þetta galið“

Birgir lenti í ótrúlegri uppákomu í heimsókn sinni til Argentínu – „Mér fannst þetta galið“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þorsteinn aftur í Kópavoginn – Nú keyptur frá Val

Þorsteinn aftur í Kópavoginn – Nú keyptur frá Val
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hafnar því að hann hafi hafnað þeim

Hafnar því að hann hafi hafnað þeim
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kennir Ronaldo um að Rashford sé í rusli

Kennir Ronaldo um að Rashford sé í rusli
433Sport
Í gær

Bakslag í endurhæfingu Luke Shaw og hann getur ekki æft með liðinu

Bakslag í endurhæfingu Luke Shaw og hann getur ekki æft með liðinu
433Sport
Í gær

Nokkur fjöldi af samstarfsfólki neitar að vinna með honum – Sjáðu subbuleg skilaboð sem hann sendi á samstarfskonu

Nokkur fjöldi af samstarfsfólki neitar að vinna með honum – Sjáðu subbuleg skilaboð sem hann sendi á samstarfskonu