Marakóski knattspyrnumaðurinn Achraf, leikmaður Paris Saint-Germain heldur því fram að hann sé fórnarlamb tilraunar til fjárkúgunar, verið sé að reyna koma á hann sök fyrir eitthvað sem hann ekki gerði.
Lögreglan í París hefur lagt fram ákæru á hendur Achraf Hakimi leikmanni PSG og landsliðs Marokkó sem er grunaður um að hafa nauðgað konu um síðustu helgi. Er hann einn fremsti knattspyrnumaður í heimi í dag.
Hinn 24 ára gamli Hakimi á að hafa boðið konu heim til sín um helgina. Eiginkona hans og börn eru stödd í fríi í Dúbaí. Þar er hann sakaður um að hafa brotið á konunni, sem er 23 ára gömul.
Búið að ákæra stórstjörnuna – Sakaður um að hafa nauðgað konu síðustu helgi
Lögmaður Hakimi, Fanny Colin segir í yfirlýsingu sem ESPN hefur undir höndunum að skjólstæðingur sinn þvertaki fyrir ásakanirnar á hendur sér, hann sé fórnarlamb tilraunar til fjárkúgunar.
Meintur þolandi leitaði til lögreglu og lét vita af atvikinu en hún vildi ekki leggja fram kæru. Saksóknarar ákváðu samt að hefja rannsókn á málinu sökum alvarleika meintra brota Hakimi og stöðu hans í samfélaginu, en hann er heimsfrægur knattspyrnumaður.
Samkvæmt Le Parisien setti Hakimi sig fyrst í samband við meintan þolanda þann 16. janúar í gegnum Instagram.