Fimm síðdegisleikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Arsenal 3-2 Bournemouth
Phillip Billing skoraði fyrsta mark leiksins á upphafssekúndum hans og kom Bournemouth yfir. Næst fljótasta markið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar takk fyrir, 9,1 sekúnda.
Marcos Senesi tvöfaldaði forystu Bournemouth áður en Thomas Partey minnkaði muninn á 62. mínútu
Það var síðan Ben White sem jafnaði metin fyrir Arsenal á 70. mínútu í stöðuna 2-2.
Arsenal skoraði síðan flautumark í leiknum eftir hornspyrnu og var það Reiss Nelson sem tryggði liðinu stigin þrjú
Þetta reyndist lokamark leiksins. Arsenal er sem fyrr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og er með fimm stiga forystu á Manchester City.
Úrslit annarra leikja:
Aston Villa 1 – 0 Crystal Palace
Brighton 4-0 West Ham
Chelsea 1-0 Leeds United
Wolves 1-0 Tottenham