Það voru margir undrandi þegar að Gianni Infantino, forseti FIFA birtist óvænt á B-deildar leik Millwall og Norwich City á The Den, heimavelli Millwall um helgina.
Það er ekki oft sem Infantino hefur sést á leikjum á Englandi og því spurðu margir netverjar sig hvort forsetinn, sem hefur fengið sinn skerf af gagnrýni í sinni embættistíð, hefði nú loks misst vitið.
Leiknum lauk með 3-2 sigri Norwich City sem færist þá upp fyrir Millwall í töflunni í ensku B-deildinni og í útsláttarkeppnissæti.
FIFA President Gianni Infantino is at The Den for Millwall vs Norwich City 😯👀 pic.twitter.com/mEGel9irqV
— ESPN UK (@ESPNUK) March 4, 2023