fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
433Sport

Fagmannleg frammistaða skilaði Manchester City sigri á Newcastle United

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 4. mars 2023 14:24

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City vann sigur á Newcastle United í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 2-0 sigur Manchester City.

Leikið var á Etihad leikvanginum, heimavelli Manchester City og ekki þurfti að bíða lengi eftir fyrsta marki leiksins.

Það kom á fyrsta stundarfjórðungi hans og var þar að verki Phil Foden sem skoraði eftir stoðsendingu frá Rodri.

Þetta reyndist eina mark fyrri hálfleiksins.

Í seinni hálfleik náðu leikmenn Manchester City að tvöfalda forystu liðsins. Á 67. mínútu bætti Bernardo Silva við öðru marki leiksins eftir stoðsendingu frá Erling Braut Haaland.

Fleiri urðu mörkin ekki og fór Manchester City því af hólmi með 2-0 sigur og þrjú stig í farteskinu.

Úrslitin þýða að Manchester City nær, að minnsta kosti um stundarsakir, að brúa bilið í topplið Arsenal niður í tvö stig. Arsenal mætir Bournemouth núna klukkan 15:00.

Newcastle United situr hins vegar í 5. sæti deildarinnar með 31 stig og gæti átt á hættu að falla niður í 6. sæti vinni Liverpool sinn leik gegn Manchester United á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

UEFA íhugar að gera aðra risastóra breytingu á Meistaradeildinni

UEFA íhugar að gera aðra risastóra breytingu á Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Skrifar aftur undir í London

Skrifar aftur undir í London
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Piers Morgan öskuillur – „Þarf að hætta að koma með afsakanir og taka ábyrgð“

Piers Morgan öskuillur – „Þarf að hætta að koma með afsakanir og taka ábyrgð“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Birgir lenti í ótrúlegri uppákomu í heimsókn sinni til Argentínu – „Mér fannst þetta galið“

Birgir lenti í ótrúlegri uppákomu í heimsókn sinni til Argentínu – „Mér fannst þetta galið“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þorsteinn aftur í Kópavoginn – Nú keyptur frá Val

Þorsteinn aftur í Kópavoginn – Nú keyptur frá Val
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hafnar því að hann hafi hafnað þeim

Hafnar því að hann hafi hafnað þeim
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kennir Ronaldo um að Rashford sé í rusli

Kennir Ronaldo um að Rashford sé í rusli
433Sport
Í gær

Bakslag í endurhæfingu Luke Shaw og hann getur ekki æft með liðinu

Bakslag í endurhæfingu Luke Shaw og hann getur ekki æft með liðinu
433Sport
Í gær

Nokkur fjöldi af samstarfsfólki neitar að vinna með honum – Sjáðu subbuleg skilaboð sem hann sendi á samstarfskonu

Nokkur fjöldi af samstarfsfólki neitar að vinna með honum – Sjáðu subbuleg skilaboð sem hann sendi á samstarfskonu