fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
433Sport

Eitthvað sem hefur sést áður: Klefinn hjá landsliðinu hriplekur – ,,Greinilega einhver mygla í gangi“

433
Laugardaginn 4. mars 2023 08:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjólfur Kristjánsson kom í Íþróttavikuna með Benna Bó sem sýnd er á Hringbraut á föstudagskvöldum. Með honum var Hörður Snævar Jónsson, íþróttafréttastjóri Torgs.

Þeir félagar fóru yfir fréttir vikunnar en meðal annars bar á góma það sem kom fram í Handkastinu í vikunni um að klefi landsliðsins í handbolta væri hriplekur. Eitthvað sem þáttastjórnandinn, Benedikt Bóas, er ekki sáttur við. „Mér finnst það nánast dauðasynd. Það sem gerist inn í klefanum á að vera innan klefans,“ sagði hann.

Eyfi tók undir það. „Það hlýtur að vera þannig. En það er greinilega einhver mygla í gangi,“ sagði hann.

Hörður benti á að klefi Manchester United hefði lekið undanfarin ár. „Byrjunarliðin voru jafnvel farin að birtast degi fyrr ef einhver leikmaður var á bekknum. Þá var hann fljótur að koma því á umbann sinn sem lak því í bresku pressuna.

Vonandi samt lærir landsliðið af þessu og það verði hægt að taka samtalið við nýjum þjálfara. Stöndum saman og hættum að senda línur á Arnar Daða,“ sagði Hörður en Arnar Daði stýrir Handkastinu, hlaðvarpinu vinsæla.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

UEFA íhugar að gera aðra risastóra breytingu á Meistaradeildinni

UEFA íhugar að gera aðra risastóra breytingu á Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Skrifar aftur undir í London

Skrifar aftur undir í London
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Piers Morgan öskuillur – „Þarf að hætta að koma með afsakanir og taka ábyrgð“

Piers Morgan öskuillur – „Þarf að hætta að koma með afsakanir og taka ábyrgð“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Birgir lenti í ótrúlegri uppákomu í heimsókn sinni til Argentínu – „Mér fannst þetta galið“

Birgir lenti í ótrúlegri uppákomu í heimsókn sinni til Argentínu – „Mér fannst þetta galið“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þorsteinn aftur í Kópavoginn – Nú keyptur frá Val

Þorsteinn aftur í Kópavoginn – Nú keyptur frá Val
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hafnar því að hann hafi hafnað þeim

Hafnar því að hann hafi hafnað þeim
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kennir Ronaldo um að Rashford sé í rusli

Kennir Ronaldo um að Rashford sé í rusli
433Sport
Í gær

Bakslag í endurhæfingu Luke Shaw og hann getur ekki æft með liðinu

Bakslag í endurhæfingu Luke Shaw og hann getur ekki æft með liðinu
433Sport
Í gær

Nokkur fjöldi af samstarfsfólki neitar að vinna með honum – Sjáðu subbuleg skilaboð sem hann sendi á samstarfskonu

Nokkur fjöldi af samstarfsfólki neitar að vinna með honum – Sjáðu subbuleg skilaboð sem hann sendi á samstarfskonu
Hide picture