Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, hefur aldrei átt eins gott tímabil og hann er að eiga.
Rashford hefur skorað 25 mörk í öllum keppnum á tímabilinu en hann hefur leikið 39 leiki hingað til.
Það er mun betri árangur en á hans næst besta tímabili er hann skoraði 22 mörk í 44 leikjum 2019-2020.
Rashford mun klárlega bæta við fleiri mörkum en hann hefur verið einn heitasti sóknarmaður Evrópu í vetur.
Rashford átti erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð en hefur heldur betur svarað fyrir sig í vetur og er á eldi undir stjórn Erik ten Hag.