Lið Chelsea er ekki hætt að versla en liðið hefur látið mikið til sín taka á markaðnum undanfarið.
Chelsea er í eigu nýrra eigenda þessa dagana en Roman Abramovich var neyddur í að selja félagið í fyrra.
Leikmenn eins og Mykhailo Mudryk, Enzo Fernandez, Noni Madueke og Benoit Badiashile voru fengnir til félagsins í janúar.
Chelsea er nú að semja við enn einn leikmanninn en hann ber nafnið Kendry Paez og er um undrabarn að ræða.
Paez er fæddur árið 2007 en hann verður leikmaður enska félagsins er hann nær 18 ára aldri.
Paez þykir eitt mesta efni Suður-Ameríku og leikur með Independiente del Valle í heimalandinu, Ekvador.