Sjö leikmenn Manchester United eru sagðir geta farið frá félaginu í sumar til að fjármagna leikmannakaup. Er sá fyrirvari settur á að Glazer fjölskyldan haldi í félagið.
Samkvæmt Mirror eru þeir Harry Maguire, Aaron Wan-Bissaka, Brandon Williams, Donny van de Beek, Anthony Martial, Alex Telles og Eric Bailly allir til sölu.
Alex Telles og Eric Bailly eru báðir á láni og eiga sér líklega enga framtíð hja´félaginu.
Aðeins Wan-Bissaka hefur verið í stóru hlutverk hjá United á þessu tímabili og náð vopnum sínum á nýjan leik.
Anthony Martial og Donny van de Beek hafa verið mikið meiddir og Brandon Williams sömuleiðis.
Þá er fyrirliðinn Harry Maguire í aukahlutverki og framtíð hans hjá félaginu ekkert sérstaklega björt.