fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
433Sport

Sjáðu ótrúleg viðbrögð hans sem björguðu lífi andstæðings – Hlaut verðlaun í gær

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. febrúar 2023 10:00

Frá atvikinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luka Lochoshvili hlaut háttvísiverðlaun FIFA á verðlaunahátíð sambandsins í gær. Hann fékk þau fyrir að bjarga lífi andstæðings í miðjum knattspyrnuleik í fyrra.

Atvikið átti sér stað þegar Lochoshvili var leikmaður Wolfsberger og liðið mætti Austria Wien. Georgíumaðurinn er í dag á mála hjá Cremonese á Ítalíu.

Georg Teigl, leikmaður Austria Wien, hneig til jarðar eftir samstöð og gleypti tungu sína.

Á meðan aðrir leikmenn kölluðu til aðstoð fór Georgíumaðurinn beint að Teigl og setti hönd sína upp í munn hans og bjargaði honum frá köfnun.

Teigl var svo komið í læknishendur og leikmenn beggja liða hrósuðu Lochoshvili í hástert.

„Ég vissi sem betur fer hvað ég ætti að gera. Allir hefðu gert það sem ég gerði. Ég held ég hafi náð tungunni hans á síðustu stundu,“ sagði Lochoshvili um atvikið í fyrra.

Fyrir hetjudáðina hlaut kappinn háttvísiverðlaun FIFA í gær. Hann gat þó ekki tekið við þeim í persónu þar sem Cremonese á leik við Roma í Serie A í kvöld. Hann fékk þó dynjandi lófaklapp frá viðstöddum.

Hér að neðan má sjá atvikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ástand landsliðsmanna skoðað – Margir í góðum málum en aðrir í tómu veseni hjá félagi sínu

Ástand landsliðsmanna skoðað – Margir í góðum málum en aðrir í tómu veseni hjá félagi sínu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool gekk frá Tottenham og bókaði sér miða í úrslitaleikinn

Liverpool gekk frá Tottenham og bókaði sér miða í úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Amorim til í að falla á eigið sverð nú þegar hann tekur áhættur

Amorim til í að falla á eigið sverð nú þegar hann tekur áhættur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skrifar aftur undir í London

Skrifar aftur undir í London
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ótrúleg tölfræði – Má vera ansi ósáttur með liðsfélaga sína

Ótrúleg tölfræði – Má vera ansi ósáttur með liðsfélaga sína
433Sport
Í gær

Þorsteinn aftur í Kópavoginn – Nú keyptur frá Val

Þorsteinn aftur í Kópavoginn – Nú keyptur frá Val
433Sport
Í gær

Ungur Dani í ensku úrvalsdeildina á rúman milljarð

Ungur Dani í ensku úrvalsdeildina á rúman milljarð