Zinedine Zidane er ekki rétti maðurinn fyrir Chelsea segir fyrrum samherji hans í franska landsliðinu, Emmanuel Petit.
Petit og Zidane léku saman í franska landsliðinu en sá síðarnefndi er orðaður við Chelsea og gæti tekið við af Graham Potter.
Petit bendir á að Zidane tali enga ensku og væri í vandræðum með að ná til leikmanna liðsins.
,,Zinedine Zidane talar ekki ensku svo hann er ekki góð lausn fyrir Chelsea ef þeir reka Potter, með fullri virðingu,“ sagði Petit.
,,Potter hefur verið þarna síðan í september, ætliði í alvöru að reka hann? Þeir ættu að halda honum því það er enn möguleiki að vinna Meistaradeildina.“
,,Ef þeir reka Potter þá þarf sá sem kemur inn að aðlagast strax.“