Stjarnan hefur lagt fram kæru til KSÍ vegna ólöglegs leikmanns sem Víkingur tefldi fram í leik í Lengjubikarnum á dögunum. Þungavigtin segir frá.
Víkingur vann leikinn en Víkingur hafði gert mistök við skrif á skýrslu og var Jochum Magnússon sem kom inn í markið ekki skráður á skýrsluna.
Jochum kom inn fyrir Ingvar Jónsson sem meiddist í leiknum en hann er 15 ára gamall markvörður. Víkingur hafði skráð anann markvörð á bekkinn.
„Samkvæmt mínum heimildum eru Víkingar brjálaðir,“ sagði Mikael Nikulásson, sérfræðingur Þungavigtarinnar.
KSÍ fær nú málið á sitt borð og verður Stjörnunni dæmdur sigur vegna þeirra mistaka sem Víkingur gerði. Úrslitin verða líklega til þess að Stjarnan vinnur riðilinn í Lengjubikarnum.