Það eru ekki allir sem myndu hafna tækifærinu á að taka við bandaríska landsliðinu til að starfa í MLS deildinni.
Peter Vermes er þó einn af þeim en hann er stjóri Kansas í MLS-deildinni í Bandaríkjunum og var boðið að ræða við bandaríska knattspyrnusambandið.
Bandaríkin vildu skoða það að ráða Vermes til starfa en hann var ekki opinn fyrir því að mæta einu sinni í viðtal.
Vermes hefur náð frábærum árangri með Kansas og er við það að skrifa undir nýjan samning við félagið.
,,Ég var mjög skýr í mínu máli. Ég sagði þeim að ég væri næstum búinn að skrifa undir nýjan samning hérna,“ sagði Vermes.
,,Þetta er verkefni sem ég hef verið hluti af í langan tíma. Ég fékk minn tíma í að byggja upp. Það er eitthvað sem ég hef alltaf viljað.“