Tottenham 2 – 0 Chelsea
1-0 Oliver Skipp(’46)
2-0 Harry Kane(’82)
Lið Chelsea er nú alveg búið að missa af Meistaradeildarsæti eftir leik við Tottenhamb í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.
Leikurinn í dag var engin frábær skemmtun en Tottenham skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri.
Oliver Skipp kom Tottenham yfir snemma seinni hálfleiks og bætti Harry Kane við öðru er átta mínútur voru eftir.
Tottenham styrkti stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar og er nú 14 stigum á undan Chelsea sem er í því tíunda.