Abel Ferreira, stjóri Palmeiras, hefur tjáð sig um stöðu sóknarmannsins Endrick sem leikur með félaginu.
Endrick er aðeins 16 ára gamall og gengur í raðir Real Madrid sumarið 2024 en hann þykir vera einn efnilegasti leikmaður heims.
Það hefur gengið illa hjá Endrick í efstu deild Brasilíu á tímabilinu en hann hefur ekki skorað í tíu leikjum.
Ferreira staðfesti það eftir leik við RB Bragantino að Endrick hafi grátið á bekknum eftir að hafa verið skipt útaf í 2-0 sigri.
,,Já það er rétt að hann hafi falið sig frá myndavélunum því hann grét. Ég er ekki faðir hans en ég hefði átt að faðma hann,“ sagði Ferreira.
,,Þú þarft að vera rólegur, engum líkar við gagnrýni. Það er gríðarleg pressa á honum að skora mörk og hann reynir að glíma við það.“
,,Markið mun koma á réttum tíma, þú þarft að halda ró þinni og brosa.“