Alejandro Garnacho mætti óvænt til leiks ljóshærður gegn Barcelona í Evrópudeildinni í gær.
United komst áfram í 16-liða úrslit keppninnar með 2-1 sigri á Börsungum í gær. Fyrri leiknum á Spáni lauk 2-2.
Garnacho kom inn á sem varamaður á 67. mínútu í gær.
Það kom mörgum á óvart að hann hafði aflitað á sér hárið og var orðinn ljóshærður.
Netverjar létu til sín taka og mátti sjá marga líkja honum við Draco Malfoy úr Harry Potter bíómyndunum vinsælu.