Liverpool er í slæmum málum í Meistaradeild Evrópu eftir stórt tap gegn Real Madrid fyrr í vikunni.
Um fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum var að ræða og fór hann fram á Anfield.
Lauk leiknum 2-5 fyrir Real eftir að heimamenn höfðu komist í 2-0.
Þriðja mark Spánverja leit afar illa út fyrir lærisveina Jurgen Klopp. Þar brást svæðisvörnin all svakalega þegar Luka Modric tók aukaspyrnu úr góðri fyrirgjafarstöðu.
Hann setti boltann beint á hausinn á Eder Militao sem stangaði hann í netið.
Myndband er í dreifingu á samfélagsmiðlum sem sýnir sérstaklega vel þátt Trent Alexander-Arnold í markinu.
Þó svo að enginn leikmaður Liverpool hafi litið vel út í markinu má segja að bakvörðurinn komi verst út úr því.
Myndbandið má sjá hér að neðan.
Trent man… you don’t help yourself! 😬 pic.twitter.com/Op2WqyZo1o
— Barstool Football (@StoolFootball) February 23, 2023