fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
433Sport

Leysir frá skjóðunni varðandi kvöldstundina sem vakti mikla athygli – ,,Þetta var frábært kvöld“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 22. febrúar 2023 18:30

Ferguson og Ten Hag snæddu saman á dögunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag, núverandi knattspyrnustjóri Manchester United hefur nú greint frá því hvað fór á milli sín og Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóra félagsins og goðsögn í knattspyrnuheiminum, er þeir snæddu saman kvöldverð á veitingastað í Manchesterborg á dögunum.

Það virtist hafa verið góð stemming á Cibo veitingastaðnum í úthverfi Manchester í gær þar sem Erik ten Hag stjóri Manchester United fór á fund Sir Alex Ferguson.

Ten Hag og Ferguson sátu saman um langt skeið á staðnum og fengu sér að snæða og drekka.

Nú hefur Ten Hag greint frá því hvað fór þeirra á milli þessa kvöldstund og hversu miklu máli það skiptir fyrir sig að eiga stuðning í Ferguson.

,,Ég nýt þess að spjalla við fólk sem býr að mikilli þekkingu og reynslu á sínu sviði,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi fyrir síðari leik Manchester United gegn Barcelona í Evrópudeildinni.

Ferguson sé einn þeirra sem vilji miðla sinni reynslu.

,,Hann vill deila þessu með mér, hann vill hjálpa til og styðja við Manchester United, hans félag og gerir það af mikilli ástríðu. Hann vill að okkur gangi vel. Þetta var frábært kvöld.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tvöfaldur sigur hjá Bournemouth í janúar

Tvöfaldur sigur hjá Bournemouth í janúar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Amorim útskýrir af hverju hann vildi ekki starfa með Nistelrooy

Amorim útskýrir af hverju hann vildi ekki starfa með Nistelrooy
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Áfall fyrir Róbert Orra – Meiddist eftir sex mínútur í fyrsta leik og missir af Evrópuævintýri Víkings

Áfall fyrir Róbert Orra – Meiddist eftir sex mínútur í fyrsta leik og missir af Evrópuævintýri Víkings
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Einar Karl heim í FH – Hafði rætt við fjölda félaga áður en þetta kláraðist

Einar Karl heim í FH – Hafði rætt við fjölda félaga áður en þetta kláraðist
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ástand landsliðsmanna skoðað – Margir í góðum málum en aðrir í tómu veseni hjá félagi sínu

Ástand landsliðsmanna skoðað – Margir í góðum málum en aðrir í tómu veseni hjá félagi sínu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arteta flýr með leikmenn Arsenal í sólina

Arteta flýr með leikmenn Arsenal í sólina
433Sport
Í gær

Sævar blandar sér í umræðuna um skatta og gjöld íþrótta – Bendir á þá rosalegu upphæð sem greidd var í laun árið 2023

Sævar blandar sér í umræðuna um skatta og gjöld íþrótta – Bendir á þá rosalegu upphæð sem greidd var í laun árið 2023
433Sport
Í gær

Þarf að taka sér pásu eftir að hafa greinst með krabbamein í gær

Þarf að taka sér pásu eftir að hafa greinst með krabbamein í gær