Manchester City hefur tekist að krækja í einn af lykilmönnum Newcastle á bak við tjöldin. Mark Leyland hefur skipt yfir til City sem leikgreinandi hjá aðalliði.
Mark Leyland hefur starfað hjá Newcastle í 14 mánuði og fengið gríðarleg ábyrgð hjá Eddie Howe. Daily Mail segir frá þessu og talar um að brotthvarf Leyland sé áfall fyrir Howe.
City hefur viljað styrkja þjálfarateymið sitt og náði félagið að sannfæra Leyland.
Newcastle situr í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en uppganga félagsins undanfarna mánuði hefur vakið verðskuldaða athygli.