fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
433Sport

Flosi fordæmir skrif Hafliða í kvöld: „Hún tók við því og samþykkti afsökunarbeiðnina“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 21. febrúar 2023 22:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flosi Eiríksson, formmaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, foræmdir skrif Fótbolta um Gísla Eyjólfsson sem fjallað var um í kvöld. Skrifin voru um Gísla Eyjólfsson, leikmann Blika, sem endaði á sjúkrahúsi eftir höfuðhögg í kvöld í tapi gegn Leikni. Gísli gaf ljósmyndara miðilsins fingurinn eftir höggið.

Íslenski knattspyrnuvefmiðillinn Fótbolti.net greindi frá því í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook að Gísli Eyjólfsson, leikmaður karlaliðs Breiðabliks hafi gefi ljósmyndara vefmiðlsins Jónínu Guðbjörgu Guðbjartsdóttur fingurinn í leik Breiðabliks gegn Leikni fyrr í dag.

Meira:
Segja farir sínar ekki sléttar af samskiptum við Gísla – ,,Veittist hann með fúkyrðum og merkjasendingum að Jónínu“

Leiknum lauk með 2-0 sigri Leiknismanna en í stöðunni 1-0 fór téður Gísli af velli vegna meiðsla á 43. mínútu.

,,Er hann gekk að velli veittist hann með fúkyrðum og merkjasendingum að Jónínu Guðbjörgu Guðbjartsdóttur ljósmyndara Fótbolti.net sem var við störf á vellinum,“ segir í færslu Fótbolti.net á Facebook.

Breiðablik fordæmir umfjöllun Fótbolta.net og gagnrýndir skrif Hafliða Breiðfjörð, framkvæmdarstjóra Fótbolta.net, sem skrifaði um málið á vefnum. „Gísli man ekkert eftir atvikum á vellinum eftir höfuðhöggið, hvorki orðaskiptum eða öðru. Þegar hann var kominn upp á sjúkrahús og var sagt frá atvikum, hringdi hann í ljósmyndarann og bað hana afsökunar á sinni framkomu. Hún tók við því og samþykkti afsökunarbeiðnina,“ segir í yfirlýsingu sem Flosi sendir frá sér.

Flosi segir að Breiðablik hafi reynt að útskýra málið fyrir Hafliða en án árangurs. „Fulltrúar Breiðabliks reyndu að útskýra málsatvik fyrir fréttaritara eftir að skrifin birtust með afar litlum árangri,“ segir í yfirlýsingu Flosa.

Yfirlýsing frá Knattspyrnudeild Breiðabliks
Á síðunni Fótbolti punktur net birtist fyrr í kvöld frétt þess efnis að Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks hefði sýnt Jónínu Guðbjörgu Guðbjartsdóttur, ljósmyndara miðilsins, dónaskap.

Vegna þessa er nauðsynlegt að fara yfir málavexti. Í leik milli Leiknis og Breiðabliks fékk Gísli þungt höfuðhögg. Þegar sjúkraþjálfarinn kom að honum inn á velli, var hann ekki með sjálfum sér, talaði hálfsamhengislaust og var óstöðugur á fæti. Á leið út af velli sýndi Gísli ljósmyndaranum óviðeigandi framkomu og biður knattspyrnudeild Breiðabliks Jónínu afsökunar á þeirri hegðun.

Gísli man ekkert eftir atvikum á vellinum eftir höfuðhöggið, hvorki orðaskiptum eða öðru. Þegar hann var kominn upp á sjúkrahús og var sagt frá atvikum, hringdi hann í ljósmyndarann og bað hana afsökunar á sinni framkomu. Hún tók við því og samþykkti afsökunarbeiðnina.

Knattspyrnudeild Breiðabliks fordæmir skrif fréttaritara Fotbolta punktur net, sem ekki var á leiknum, af atvikinu og af hversu mikilli léttúð er fjallað um alvarlegt höfuðhögg okkar leikmanns og þess að hann var sendur beint upp á spítala.

Fulltrúar Breiðabliks reyndu að útskýra málsatvik fyrir fréttaritara eftir að skrifin birtust með afar litlum árangri.

Við fögnum fréttaflutningi af fótbolta og kveinkum okkur ekki yfir gagnrýni, en svona skrif er ekki hægt að láta liggja. Gísli Eyjólfsson á það ekki skilið né nokkur annar leikmaður sem lendir í svipuðum atvikum eða meiðslum.
Að lokum ítrekum við afsökunarbeiðni okkar í knattspyrnudeild Breiðabliks til Jónínu.
Flosi Eiríksson
Formaður knattspyrnudeilar Breiðabliks

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

KA kaupir Bjarka Fannar sem kemur næsta haust til félagsins

KA kaupir Bjarka Fannar sem kemur næsta haust til félagsins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Chelsea telur að Guehi hafni Tottenham til að koma aftur heim

Chelsea telur að Guehi hafni Tottenham til að koma aftur heim
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Eimskip setur fjármuni í KSÍ

Eimskip setur fjármuni í KSÍ
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Óvænt tíðindi frá City – Skráðu Rodri til leiks í Meistaradeildinni

Óvænt tíðindi frá City – Skráðu Rodri til leiks í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Hjákonan eltir Kyle Walker og flytur til Ítalíu

Hjákonan eltir Kyle Walker og flytur til Ítalíu
433Sport
Í gær

Liverpool gekk frá Tottenham og bókaði sér miða í úrslitaleikinn

Liverpool gekk frá Tottenham og bókaði sér miða í úrslitaleikinn