fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
433Sport

Andrea missti andann þegar fréttirnar birtust: Víði og Ævari blöskraði – „Djöfulsins hyski er þetta“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. febrúar 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þættirirnir Stormur hafa vakið verðskuldaða athygli á RÚV síðustu vikur en þar er farið yfir COVID-19 bylgjuna sem reið hér yfir árin 2020 og 2021.

Ein af stærstu fréttunum í COVID bylgjunni kom sumarið 2020 þegar Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir landsliðskona í knattspyrnu greindist með COVID-19.

Í Stormi er Víði Reynissyni fylgt eftir þar sem hann hefur lesið frétt um það að Andrea Rán væri smituð. „Komið í miðlana,“ segir Víðir við Ævar Pálma Pálmason lögreglumann sem starfaði í rakningarteyminu.

„Búið að nafngreina hana? Djöfulsins hyski er þetta,“ segir Ævar við Víði en frétt um smit Andreu birtist á Fótbolta.net og var birt í Stormi á RÚV.

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands úrskurðaði að að Fótbolti.net hefði brotið siðareglur í tengslum við nafn og myndbirtingu af Andreu.

Andrea sjálf er til viðtals í þættinum og ræðir málið. „Ég náði ekki andanum og ég hef aldrei gert þetta áður. Ég byrjaði á að öskra og veina, það fóru tilfinningar af stað sem ég hef ekki upplifað áður,“ sagði Andrea.

„Vont mál í alla staði fyrir alla,“ sagði Víðir Reynisson í þættinum Stormur á RÚV.

Meiri fótbolti:

Meira er fjallað um fótbolta í þættinum og var meistaraflokkur karla Stjörnunnar tekinn fyrir eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gapandi hissa á hvernig þetta er á Íslandi – „Eiginlega galið í alla staði“

Gapandi hissa á hvernig þetta er á Íslandi – „Eiginlega galið í alla staði“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorsteinn segist ekki ætla í neinn feluleik

Þorsteinn segist ekki ætla í neinn feluleik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Chelsea telur að Guehi hafni Tottenham til að koma aftur heim

Chelsea telur að Guehi hafni Tottenham til að koma aftur heim
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Newcastle skellir þessum verðmiða á Isak fyrir sumarið

Newcastle skellir þessum verðmiða á Isak fyrir sumarið
433Sport
Í gær

Lykilmenn Barcelona lögðust gegn því að félagið myndi sækja Rashford

Lykilmenn Barcelona lögðust gegn því að félagið myndi sækja Rashford
433Sport
Í gær

Áfall fyrir Róbert Orra – Meiddist eftir sex mínútur í fyrsta leik og missir af Evrópuævintýri Víkings

Áfall fyrir Róbert Orra – Meiddist eftir sex mínútur í fyrsta leik og missir af Evrópuævintýri Víkings