fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
433Sport

Stjarna Real með mjög djörf ummæli um UEFA – Vill fá Ofurdeildina

Victor Pálsson
Laugardaginn 18. febrúar 2023 17:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Toni Kroos, leikmaður Real Madrid, vonar að ‘Ofurdeildin’ verði að veruleika og taki yfir Meistaradeildina sem er undir stjórn UEFA.

UEFA er ansi umdeilt samband en Kroos telur að það gæti hjálpað stærstu liðum heims að fá inn nýja keppni þar sem 60 til 80 lið myndu spila.

Þjóðverjinn er klárlega enginn aðdáandi UEFA en Ofurdeildin var áður í plönum fyrir tveimur árum síðan áður en mörg félög tóku ákvörðun sína til baka um að taka þátt.

Á þeim tíma áttu aðeins 12 lið að taka þátt en fyrirkomulagið hefur breyst og nú er áætlað að allt að 80 lið muni fá þátttökkurétt.

,,Ég tel að við munum fá að sjá Ofurdeildina og ég trúi því vegna nokkra ástæðna. Breytingar hafa átt sér stað og Ofurdeildin á skilið að fá séns,“ sagði Kroos.

,,Ef þú horfir á þetta frá báðum sjónarhornum þá sérðu að UEFA er ekki frábært samband fyrir fótboltann.“

,,Þetta er keppni, opin keppni en er í stjórn félaganna og ekki UEFA því félögin telja að þau þurfi ekki á UEFA að halda. Ég tel að þetta eigi skilið tækifæri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Guardiola biður leikmann City afsökunar: ,,Ástæðan er ekki persónuleg“

Guardiola biður leikmann City afsökunar: ,,Ástæðan er ekki persónuleg“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Aron ekki spenntur fyrir að taka þetta málefni fyrir – „Næsta spurning“

Aron ekki spenntur fyrir að taka þetta málefni fyrir – „Næsta spurning“
433Sport
Í gær

Horfðu á Íþróttavikuna þar sem Aron Jó er gestur – Vonbrigðin í fyrra gerð upp og horft fram veginn

Horfðu á Íþróttavikuna þar sem Aron Jó er gestur – Vonbrigðin í fyrra gerð upp og horft fram veginn
433Sport
Í gær

KA kaupir Bjarka Fannar sem kemur næsta haust til félagsins

KA kaupir Bjarka Fannar sem kemur næsta haust til félagsins