Skeikh Jassim Bin Hamad frá Katar hefur lagt fram tilboð í Manchester United og vill taka yfir öllu á Old Trafford.
Frá þessu er greint í kvöld en í nóvember í fyrra kom í ljós að enska stórliðið er til sölu.
Samkvæmt enskum miðlum var tilboðið upp á fimm milljarða punda sem er engin smá upphæð.
Nýir eigendur myndu borga upp allar skuldir Man Utd og er einnig planið að byggja nýtt æfingasvæði sem og fleira.
Glazer fjölskyldan hefur lengi átt Man Utd en er opið fyrir því að selja ef rétt tilboð berst.
Sheikh Jassim Bin Hamad Al Thani, the chairman of Qatar Islamic Bank, has confirmed his bid to purchase 100% of Manchester United. pic.twitter.com/tGp6NedcsH
— B/R Football (@brfootball) February 17, 2023