Jude Bellingham hjá Borussia Dortmund verður einn eftirsóttasti bitinn á félagaskiptamarkaðnum næsta sumar.
Miðjumaðurinn hefur aðallega verið orðaður við Liverpool og Real Madrid.
Það gæti þó farið svo að Bellingham fari annað og hefur hann verið orðaður við fjölda stórliða í Evrópu.
Paul Hirst, blaðamaður The Times, telur að Manchester United gæti lokkað Englendinginn unga til sín næsta sumar.
Hann telur að Erik ten Hag hafi gert það að verkum að Old Trafford sé nú heillandi áfangastaður fyrir unga leikmenn.
Bellingham hefur verið frábær fyrir Dortmund frá komu sinni 2020. Þá var frábær frammistaða hans á Heimsmeistaramótinu í Katar fyrir áramót ekki til að minnka áhugann á honum.