fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
433Sport

Ólafur Gottskálksson dæmdur í fangelsi – „Skyldi hengja brotaþola og hann kynni að svæfa aumingja“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. febrúar 2023 19:00

Samsett mynd. Mynd af Ólafi Gottskálkssyni er frá árinu 2003.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsmaðurinn fyrrverandi, Ólafur Gottskálksson, hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi og sviptur ökuréttindum ævilangt. Fréttablaðið sagði fyrst frá málinu.

Héraðsdómur tók fyrir tvö mál gegn Ólafi, annað varðaði akstur undir áhrifum og hitt fyrir að leggja hendur á tengdaföður sinn. Bæði málin komu upp á síðasta ári.

Ólafur átti farsælan feril sem knattspyrnumaður og lék 10 landsleiki, þá lék hann sem atvinnumaður hjá Brentford og Hibernian. Hér á landi var Ólafur þekktastur fyrir afrek sín með Keflavík og KR.

Ólafur neitaði sök í málinu er varðar tengdaföður sinn og bar fyrir  sig sjálfsvörn. Fyrir dómi sagði Ólafur að þetta kvöld hefði verið hringt í hann og honum sagt að ástandið á heimili tengdaforeldranna væri ekki gott vegna neyslu áfengis. Þar voru börnin hans í pössun. Ólafur sagðist því hafa hringt á lögreglu og óskað eftir því að hún færi á staðinn, en honum sagt að hann sem forráðamaður þeirra skyldi fara sjálfur að sækja þau.

„Ákærða er gefin að sök líkamsárás með því að hafa tekið brotaþola hálstaki og hann við það hlotið þá áverka sem lýst er í ákæru. Ákærði neitar sök. Í frumskýrslu lögreglu segir að á vettvangi hafi fjórir aðilar verið að rífast og einn þeirra, sem er brotaþoli í máli þessu, fallið í jörðina. Brotaþoli hafi sagt að ákærði hafi tekið sig hálstaki. Ákærði hafi sagst hafa tekið brotaþola hálstaki eftir að hann hafi kýlt í áttina að ákærða,“ segir í dómnum.

„Sonur brotaþola hafi sagt að ákærði hafi tekið brotaþola hálstaki.Lögreglumenn tóku viðtal við brotaþola á vettvangi og var það tekið upp á búkmyndavél lögreglumanns. Þar sést að brotaþoli var í miklu uppnámi og hann segir að ákærði hafi ráðist á brotaþola og tekið hann hálstaki. Ákærði hafi sagt að hann skyldi hengja brotaþola og hann kynni að svæfa aumingja eins og hann hafi nefnt brotaþola. Þá sagði brotaþoli að ákærði hafi hálfsvæft brotaþola.“

Í skýrslutöku hafði tengdafaðirinn útskýrt að maðurinn væri að skilja við dóttur sína og að það væri ekki að ganga vel. Fyrir dómi játaði hann að hann hefði neytt áfengis umrætt kvöld, drukkið bjór og sterkt áfengi.

Ingi Tryggvason, dómari í málinu, taldi Ólaf sekan af ofbeldisbrotinu. Þótti framburður tengdaföðurins, annara vitna og vottorð læknis færa sönnur fyrir því að maðurinn hefði gerst sekur um háttsemina sem honum er gefið að sök. Segir í lokaorðum dómsins: „Ákærði, Ólafur Gottskálksson, sæti fangelsi í þrjá mánuði. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærði sæti upptöku til ríkissjóðs á 0,12 grömmum af tóbaksblönduðu kannabisefni.“

Um brotaferil Ólafs segir einnig í dómnum. „Samkvæmt sakavottorði ákærða nær sakarferill hans aftur til ársins 1985 en hann var í janúar það ár dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals og þjófnað. Í október 2010 var hann dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir rán. Í september 2011 var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir húsbrot, líkamsárás og þjófnað. Í júní 2013 gekkst ákærði undir sektargreiðslu fyrir fíkniefnabrot og í ágúst 2014 gekkst hann tvívegis undir sektargreiðslu og sviptingu ökuréttar fyrir fíkniefnaakstur. Í nóvember 2018 var ákærði dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að raska umferðaröryggi, stofna lífi annarra íaugljósan háska, þjófnað og umferðarlagabrot. Í júlí 2021 var ákærði dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi og sviptur ökurétti í tvö ár og þrjá mánuði fyrir þjófnað og ölvunarakstur. Skilorðsdómurinn frá 2018 var þá dæmdur með. Loks var ákærði dæmdur 28. febrúar 2022 í sjö mánaða fangelsi og sviptur ökurétti ævilangt fyrir fíkniefnaakstur og akstur sviptur ökurétti. Um var að ræða hegningarauka og skilorðsdómurinn frá 2021 var þá dæmdur með.“

Dóminn má lesa í heild hérna.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Yngsti heimsmeistari sögunnar er vongóður: ,,Ég held við getum unnið“

Yngsti heimsmeistari sögunnar er vongóður: ,,Ég held við getum unnið“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfestir að hann verði keyptur endanlega í sumar – ,,Hann mun sýna það“

Staðfestir að hann verði keyptur endanlega í sumar – ,,Hann mun sýna það“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hefur ekki náð sambandi við Ange til að biðjast afsökunar – ,,Ég hef vissulega reynt“

Hefur ekki náð sambandi við Ange til að biðjast afsökunar – ,,Ég hef vissulega reynt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enginn skilur neitt eftir þessa dómgæslu á Old Trafford í gær – Söknuðu VAR

Enginn skilur neitt eftir þessa dómgæslu á Old Trafford í gær – Söknuðu VAR
433Sport
Í gær

Newcastle skellir þessum verðmiða á Isak fyrir sumarið

Newcastle skellir þessum verðmiða á Isak fyrir sumarið
433Sport
Í gær

Óvænt klásúla í nýjum samningi Cunha – Getur farið næsta sumar

Óvænt klásúla í nýjum samningi Cunha – Getur farið næsta sumar