Fyrirtækið Sportico hefur út frá tekjum og öðru verðmetið öll félög í ensku úrvalsdeildinni. Er þetta gert á þeim tíma sem Manchester United og Liverpool eru til sölu.
Þá eru aðilar sem hafa áhuga á að kaupa Tottenham.
Fyrirtækið verðmetur Manchester United á 4,8 milljarða punda en Glazer fjölskyldan vill fá um 6 milljarða punda fyrir félagið.C
Chelsea var keypt á 2,5 milljarð punda í sumar en verðmat félagsins í dag er 2,8 milljarðar punda.
Ekki er vitað hvað eigendur Liverpool vilja fá fyrir félagið en lítið hefur heyrst af mögulegri sölu undanfarnar vikur
Hér að neðan má sjá verðmat Sportico.