fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
433Sport

Stórleikur kvöldsins sé sá stærsti í sögu Emirates leikvangsins

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 15. febrúar 2023 18:00

Frá leik Arsenal á Emirates leikvanginum á dögunum / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hafa liðið 17 ár síðan að Arsenal flutti af hinum sögufræga Highbury leikvangi yfir á Emirates leikvanginn. Síðan þá hefur leikvangurinn verið vettvangur margra stórra leikja.

Að mati Charles Watts, blaðamanns Goal sem sérhæfir sig í málum Arsenal er leikur kvöldsins gegn Manchester City hins vegar stærsti leikur sem spilaður hefur verið á leikvanginum til þessa.

Fyrir leik kvöldsins, sem hefst klukkan 19:30, situr Arsenal í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með þriggja stiga forskot og leik til góða á Manchester City sem er í 2. sæti. Sigri City í kvöld kemst liðið á topp deildarinnar.

,,Það hafa átt sér stað stórar stundir á Emirates áður,“ skrifar Watts í grein á Goal. ,,Síðari leikurinn í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu gegn Manchester United árið 2009, sem og ógleymanlegir leikir gegn Barcelona í sömu keppni árin 2010 og 2011.“

Einhverjir myndu þá einnig benda á leikinn gegn Leicester City árið 2016 í ensku úrvalsdeildinni þar sem Welbeck tryggði Arsenal 2-1 sigur, eða jafnvel undanúrslitaleikinn gegn Atletico Madrid í Evrópudeildinni 2018.

,,Þetta eru allt stórleikir á sinn hátt en tilfinningin með þennan leik gegn Manchester City er á einhvern hátt stærri en þeir allir sem á undan hafa komið, jafnvel þó það verði enn 16 leikir eftir af tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni hjá Arsenal að leikslokum í kvöld.“

Stórleikirnir hafi verið nánast daglegt brauð á hinum sögufræga Highbury en þeim dögum hafi hins vegar fækkað eftir komuna á Emirates.

,,Nú, þökk sé frábæru gengi undir stjórn Mikel Arteta á fyrri helmingi tímabilsins, eiga leikmenn tækifæri á að gera kvöldið að því merkasta í sögu leikvangsins til þessa.“

Sigur gegn Manchester City myndi þó ekki sjá til þess að titillinn endi í höndum Arsenal í ár.

,,Það sem sigur í kvöld gæti hins vegar gert væri að byggja upp trú á því að liðið gæti afrekað eitthvað sérstakt, eitthvað sem fáir höfðu trú á í upphafi tímabils.“

Grein Charles Watts á Goal má lesa í heild sinni hér.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Yngsti heimsmeistari sögunnar er vongóður: ,,Ég held við getum unnið“

Yngsti heimsmeistari sögunnar er vongóður: ,,Ég held við getum unnið“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfestir að hann verði keyptur endanlega í sumar – ,,Hann mun sýna það“

Staðfestir að hann verði keyptur endanlega í sumar – ,,Hann mun sýna það“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hefur ekki náð sambandi við Ange til að biðjast afsökunar – ,,Ég hef vissulega reynt“

Hefur ekki náð sambandi við Ange til að biðjast afsökunar – ,,Ég hef vissulega reynt“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Enginn skilur neitt eftir þessa dómgæslu á Old Trafford í gær – Söknuðu VAR

Enginn skilur neitt eftir þessa dómgæslu á Old Trafford í gær – Söknuðu VAR
433Sport
Í gær

Newcastle skellir þessum verðmiða á Isak fyrir sumarið

Newcastle skellir þessum verðmiða á Isak fyrir sumarið
433Sport
Í gær

Óvænt klásúla í nýjum samningi Cunha – Getur farið næsta sumar

Óvænt klásúla í nýjum samningi Cunha – Getur farið næsta sumar