fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
433Sport

Ólöf Sigríður hetja dagsins í sínum fyrsta A-landsleik

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 15. febrúar 2023 15:58

Úr leik íslenska kvennalandsliðsins á EM í fyrra Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann í dag afar góðan sigur á Skotlandi í fyrsta leik liðana á Pinatar Cup æfingamótinu sem fram fer á Spáni þessa dagana. Nýliðinn Ólöf Sigríður skoraði bæði mörk Íslands í 2-0 sigri.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands stillti upp afar sterku byrjunarliði Íslands í leiknum en meðal sterkra leikmanna Íslands var Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar Reykjavíkur, að leika sinn fyrsta landsleik.

Og Ólöf átti svo heldur betur eftir að láta til sín taka.

Þrátt fyrir að þær skosku hafi haft yfirhöndina í fyrri hálfleiknum og átt hvert færið á fætur öðru tókst þeim ekki að koma boltanum í netið.

Staðan í 0-0 í hálfleik en sú staða átti eftir að breytast í síðari hálfleik.

Ólöf Sigríður skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark í sínum fyrsta A-landsleik á 50. mínútu eftir stoðsendingu frá Öglu Maríu Albertsdóttur.

Þá var Ólöf aftur á ferðinni aðeins mínútu síðar er hún bætti við öðru marki sínu í leiknum og tvöfaldaði forystu Íslands. Hreint út sagt frábær frammistaða frá nýliðanum í fremstu línu íslenska landsliðsins.

Þetta reyndist lokamark leiksins og vann íslenska landsliðið því tveggja marka sigur á Skotlandi í fyrsta leik sínum á Pinatar Cup.

Næstu leikir Íslands á Pinatar Cup:
18. febrúar kl. 19:30 Ísland – Wales
21. febrúar kl. 19:30 Ísland – Filippseyjar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Yngsti heimsmeistari sögunnar er vongóður: ,,Ég held við getum unnið“

Yngsti heimsmeistari sögunnar er vongóður: ,,Ég held við getum unnið“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfestir að hann verði keyptur endanlega í sumar – ,,Hann mun sýna það“

Staðfestir að hann verði keyptur endanlega í sumar – ,,Hann mun sýna það“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hefur ekki náð sambandi við Ange til að biðjast afsökunar – ,,Ég hef vissulega reynt“

Hefur ekki náð sambandi við Ange til að biðjast afsökunar – ,,Ég hef vissulega reynt“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Enginn skilur neitt eftir þessa dómgæslu á Old Trafford í gær – Söknuðu VAR

Enginn skilur neitt eftir þessa dómgæslu á Old Trafford í gær – Söknuðu VAR
433Sport
Í gær

Newcastle skellir þessum verðmiða á Isak fyrir sumarið

Newcastle skellir þessum verðmiða á Isak fyrir sumarið
433Sport
Í gær

Óvænt klásúla í nýjum samningi Cunha – Getur farið næsta sumar

Óvænt klásúla í nýjum samningi Cunha – Getur farið næsta sumar