Bayern Munchen leiðir 0-1 gegn Paris Saint-Germain eftir fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Kingsley Coman skoraði eina mark leiksins á 53. mínútu.
Kylian Mbappe hélt að hann væri búinn að jafna fyrir PSG þegar vel var liðið á leikinn.
Með hjálp tækninnar var markið hins vegar dæmt af þar sem Nuno Mendes var afar naumlega rangstæður í aðdraganda marksins.
Myndir af því hversu naumt þetta var eru hér að neðan.
Kylian Mbappe offside goal ⚽️
The striker finishes a nice cross from Nuno Mendes but offside in the buildup ✖
PSG 0-1 Bayern Munich pic.twitter.com/m0ZsTDIlhZ
— Birdiefootball (@birdiefootball) February 14, 2023