fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
433Sport

Andri sagði sögu af íslenskum knattspyrnumanni sem fékk ekki launin sín – „Bitch Better Have My Money“

433
Þriðjudaginn 14. febrúar 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn Steve Dagskrá hóf þátt sinn í dag á því að spila lagið Bitch Better Have My Money með Rihanna. Tvær ástæður voru fyrir því.

Rihanna hóf hálfleikssýningu á NFL leik um helgina á þessu lagi og svo fylgdi saga með af íslenskum knattspyrnumanni sem hafði notað þetta lag til að fá laun sín greidd hjá félagi hér á landi.

„Ástæðan fyrir því að ég valdi þetta lag er að það var ónefndur fótboltamaður í ónefndu félagi, hann sendi linkinn á þetta lag. Youtube linkinn á launamanninn,“ sagði Andri Geir Gunnarsson annar af stjórnendum þáttarins.

Andri fór þá yfir þá staðreynd að íslensk félagslið eru oftar en ekki í vandræðum með að borga laun á réttum tíma.

„Eins og er vitað er eitt eða tvö lið sem borga fyrsta, hitt er ekki alltaf fyrsta. Það þarf að græja þetta, þarna var sendur linkur,“ sagði Andri sem ákvað að lokum að gefa upp hver leikmaðurinn er.

„Nú hefur rykið aðeins sest, ég ætla jafnvel að segja hver þetta var. Þetta var Guðmann Þórisson og ég ætla líka að láta það fylgja að hann var í FH,“ sagði Andri og greindi frá því að Guðmann Þórisson væri nú hættur í knattspyrnu.

„Bara linkurinn, ekkert meira.“

Guðmann er 36 ára gamall en hann fór í tvígang í atvinnumennsku. Þá lék hann með Breiðablik, FH, KA og Kórdrengjum hér á landi. Hann lék einn A-landsleik á ferli sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Allt sem Ronaldo segir í viðtölum er satt

Allt sem Ronaldo segir í viðtölum er satt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Jafnaði ótrúlegt met um helgina – Ósigrandi á útivelli

Jafnaði ótrúlegt met um helgina – Ósigrandi á útivelli
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ummæli Guardiola vekja athygli: ,,Velkominn í ensku úrvalsdeildina“

Ummæli Guardiola vekja athygli: ,,Velkominn í ensku úrvalsdeildina“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Búinn að skora jafnmörg mörk hjá nýja liðinu og hann gerði á tveimur tímabilum í Manchester

Búinn að skora jafnmörg mörk hjá nýja liðinu og hann gerði á tveimur tímabilum í Manchester
433Sport
Í gær

Staða landsliðsins skoðuð – „Við eigum meiri möguleika með Arnar“

Staða landsliðsins skoðuð – „Við eigum meiri möguleika með Arnar“
433Sport
Í gær

Lengjubikarinn: Patrick með þrennu fyrir Val – Blikum mistókst að vinna

Lengjubikarinn: Patrick með þrennu fyrir Val – Blikum mistókst að vinna
433Sport
Í gær

Ummæli fyrrum leikmanns Arsenal vekja athygli – Telur að stuðningsmenn muni láta Arteta heyra það

Ummæli fyrrum leikmanns Arsenal vekja athygli – Telur að stuðningsmenn muni láta Arteta heyra það
433Sport
Í gær

Aron viðurkennir að hafa ætlað sér stærri hluti – „Það er mesta pressan þarna, það er bara staðreynd“

Aron viðurkennir að hafa ætlað sér stærri hluti – „Það er mesta pressan þarna, það er bara staðreynd“